Stjórn og starfsfólk

Aðalfundur Félags Sameinuðu þjóðanna er iðulega haldinn fyrir 1.júní ár annað hvert ár þar sem farið er yfir rekstrarreikninga félagsins og starfsemi félagsins. Stjórn félagsins er kosin úr hinum ýmsu áttum samfélagsins. Síðasti aðalfundur félagsins var haldinn 04.mars 2021, þar sem eftirfarandi stjórn var kosin í tvö ár.
Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, starfsárin 2021 – 2023:

 • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, formaður. Alþingismaður, í leyfi frá störfum sem lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu.
 • Páll Ásgeir Davíðsson, varaformaður. Verkefnastjóri í málefnum réttarríkis og mannréttinda hjá Þróunaráætlun SÞ (UNDP).
 • Böðvar Ragnarsson, þjóðfræðinemi við Háskóla Íslands.
 • Eva Harðardóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur og doktorsnemi í Háskóla Íslands með rannsóknarefni ungs flóttafólks og alþjóðlegrar borgaravitundar.
 • Sigurður Ingi Sigurpálsson.
 • Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Rainrace.
 • Susan Christianen, viðskiptaþróunar- og markaðsstjóri hjá Auðna.
 • Svava Jónsdóttir, blaðamaður.
 • Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri hjá Utanríkisráðuneytinu.
 • Þórður Kristinsson, kennari við UNESCO skólann Kvennaskólann í Reykjavík og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
 • Védís Sigrúnar Ólafsdóttir, verkefnastjóri Jafnréttisskóla GRÓ.
 • Viktoría Valdimarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri stjórnar hjá Ábyrgum lausnum ehf.

Frá mars 2021-maí 2022 áttu þær Hólmfríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fuglaverndar – Birdlife Iceland og Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands einnig sæti í stjórn. Þær sögðu stjórnarstörfum sínum lausum í maí 2022 og inn gekk Eva Harðardóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur.

Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, starfsárin 2019 – 2021, skipa eftirtaldir:

 • Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður. Fyrrverandi forseti Alþingis, aðstoðarmaður ríkisstjórnar
 • Berglind Orradóttir, aðstoðarforstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
 • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með lögreglu
 • Kristinn Óli Haraldsson, listamaður ( listamanns nafn: Króli) og aktivisti
 • Sveinn H. Guðmarsson, deildarstjóri hjá Utanríkisráðuneytinu
 • Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands
 • Páll Ásgeir Davíðsson, lögfræðingur og verktaki við ýmis verkefni Sameinuðu þjóðanna
 • Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
 • Svava Jónsdóttir, blaðamaður
 • Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Marel
 • Þórður Kristinsson, kennari við UNESCO skólann Kvennaskólann í Reykjavík og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, starfsárin 2017 – 2019, skipuðu eftirtaldir:

 • Þröstur Freyr Gylfason, formaður
 • Berglind Orradóttir
 • Bryndís Eiríksdóttir
 • Nanna Magnadóttir
 • Páll Ásgeir Davíðsson
 • Petrína Ásgeirsdóttir
 • Svava Jónsdóttir

 

Starfsmenn

 

Vala Karen Viðarsdóttir – Framkvæmdastjóri

Vala Karen Viðarsdóttir er framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna. Hún hóf störf hjá Félaginu haustið 2021.

Vala er menntaður mannfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur nokkurra ára reynslu af alþjóðastarfi og mannúðarmálum. Hún vann hjá UNICEF á Íslandi 2016-2018 sem sérfræðingur í fjáröflun en hún starfaði einnig fyrir samtökin í Slóvakíu árið 2019. Auk þess situr Vala í framkvæmdanefnd samtakanna WOMEN POWER sem eru félagasamtök sem vinna á heildstæðan hátt að valdeflingu kvenna.

Netfang Völu: vala@un.is

Kristrún María Heiðberg – Verkefnastjóri UNESCO-skóla

Kristrún María er verkefnastjóri UNESCO skóla. Hún hóf störf hjá Félaginu haustið 2020. Hún er með M.Ed gráðu í náms-og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Lokaritgerð Kristrúnar fjallaði um mannréttindakennslu í grunnskólum.

Kristrún er með B.A. gráðu í blaðamennsku og stjórnmálafræði frá Metropolitan State University of Denver. Hún sat um tíma í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International og ritstýrði fréttablaði þess í um áratug. Kristrún hefur starfað við kennslu í grunnskólum frá árinu 2010, auk þess að semja námsefni fyrir grunn- og framhaldsskóla. Hún hefur kennt sérstaka áfanga um mannréttindi, lýðræði, jafnrétti, gagnrýna hugsun o.fl.

Netfang Kristrúnar: kristrun@un.is