Stefna Félags Sameinuðu þjóðanna

Ný stefna Félags Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af stjórn árið 2014. Markmið félagsins, ásamt framtíðarsýn þess, má sjá hér fyrir neðan. 

Framtíðarsýn Félags Sameinuðu þjóðanna er að félagið verði áhrifamikill vettvangur fyrir öfluga upplýsingagjöf um Sameinuðu þjóðirnar.

Markmið félagsins eru:

  1. Að almenningur þekki til starfsemi Sameinuðu þjóðanna.
  2. Að áhrifavöld í þjóðfélaginu hafi þekkingu á og starfi með Félagi Sameinuðu þjóðanna.
  3. Að stuðla að því að þorri þjóðarinnar styðji við alþjóðlegt þróunarstarf.
  4. Að Ísland taki stöðu með þeim alþjóðalögum sem styðja við hugsjónir og markmið Sameinuðu þjóðanna.

Deilimarkmið eru einnig skjalfest og breytast þau frá ári til árs og móta verkefni hvers vetrar. Þau eru síðan nánar skilgreind með mælanlegum einingum þannig að stjórn félagsins getur með einföldum máta metið árangur starfsins út frá markmiðum þess.