Stefna Félags Sameinuðu þjóðanna

Ný stefna Félags Sameinuðu þjóðanna var samþykkt af stjórn haustið 2018. Markmið og gildi félagsins, ásamt framtíðarsýn þess, má sjá hér fyrir neðan.

Gildi

Þekking, samvinna og sjálfbærni.

Framtíðarsýn

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi vinnur markvisst að aukinni þekkingu almennings á starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna njóta víðtæks stuðnings í samfélaginu og þorri þjóðarinnar styður við alþjóðlegt þróunarstarf.

Sjáfbær þróun er sjálfsögð íslensku samfélagi og sífellt fleiri tileinka sér sjálfbæran lífsstíl og heimsborgaravitund. Mannréttindi eru höfð í hávegum og Ísland tekur sér almennt stöðu með alþjóðalögum.

Markmið

Fjölbreyttari og aðgengilegri miðlun um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Efla þekkingu og færni ungs fólks til þess að ýta undir sjálfbæra þróun, sbr heimsmarkmiði 4.7

Aukið framboð upplýsinga um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarsamvinnu