Kynning á þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna

Í fyrsta skipti í þessu 300.000 ára sambandi er það mannkynið sem mótar jörðina, í stað þess að plánetan móti mannkynið. Þetta er öld manna. Þrítugasta þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna (Human Development Report 2020) kannar hvernig mannkynið getur þrætt sig í gegnum þessa nýju öld, kryfur samband mannfólks og jarðar og hvert við stefnum héðan af, til að umbreyta brautinni að framförum mannkyns.
Norðurlandaskrifstofa Þróunarstofnunar SÞ (UNDP) og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi bjóða til kynningar á þrítugustu þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna þann 27. maí frá kl. 12:00 – 13:30.
Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og settar í íslenskt samhengi. Kynningin verður á fjarfundarformi.
Skráning fer fram HÉR.
Viðburðurinn fer fram á ensku.

Stöðuskýrsla verkefnastjórnar Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna hefur ritað skýrslu um stöðu Íslands gagnvart markmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Í skýrslunni eru kortlögð helstu verkefni, áætlanir og áskoranir stjórnvalda gagnvart tilteknum markmiðum en á grunni þeirrar vinnu leggur verkefnastjórnin jafnframt fram forgangsmarkmið sem munu vísa stjórnvöldum veginn við innleiðingu markmiðanna næstu árin. Skýrsluna ná nálgasta hérna og afmarkaðan lista yfir forgangsmarkmið ríkisstjórnarinnar má nálgast hér.

Verkefnastjórn Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna starfar undir forystu forsætisráðuneytis en að henni koma öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar. Þá eiga í henni sæti Hagstofa Íslands og Samband Íslenskra stjórnvalda. Félag Sameinuðu þjóðanna ásamt ungmennráði Sameinuðu þjóðanna eiga áheyrnarfulltrúa í verkefnastjórninni. Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu, stýrir vinnu verkefnastjórnarinnar.

Opnuð hefur verið sérstök kynningarsíða fyrir Heimsmarkmiðin, www.heimsmarkmidin.is ásamt því að að stofnuð hefur verið síða á facebook í sama tilgangi.

Við hvetjum alla til að fylgjast með framgangi Heimsmarkmiðana hér á landi og taka þátt í að vinna að þeim og efla vitund almennings. Félag Sameinuðu þjóðanna er ávallt reiðubúið til að svara fyrirspurnum um Heimsmarkmiðin.