Mannréttindaráð

Nýtt mannréttindaráð var stofnað árið 2006 í kjölfar niðurstöðu leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna í september 2005 þar sem ákveðnar voru allsherjarendurbætur á starfsemi samtakanna. Mannréttindaráðið fellur undir allsherjarþingið og leysir af hólmi mannréttindanefnd sem starfaði undir efnahags- og félagsmálaráðinu og hafði sætt vaxandi gagnrýni á undanförum árum.

Mannréttindaráðið starfar allt árið, en mannréttindanefndin starfaði aðeins sex vikur ár hvert. Í málflutningi sínum hafa fulltrúar Íslands lagt ríka áherslu á samsetningu ráðsins og að Ísland myndi ekki styðja ríki til setu í ráðinu sem sættu refsiaðgerðum af hálfu öryggisráðs SÞ vegna mannréttindabrota. Mannréttindaráðið hélt sinn fyrsta fund 19. júní 2006.