Friðarleikarnir

Friðarleikarnir eru hlutverkaspil fyrir börn á aldrinum 9-13 ára og snýst leikurinn um það að nota heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að leysa raunveruleg vandamál sem steðja að heiminum í dag. Leikmönnum er skipt í hópa og allir fá hlutverk. Börnin þurfa að leysa vandamál sem steðjar að sínu landi og þurfa einnig að vinna með öðrum ríkjum til að leysa þau á sjálfbæran hátt. Markmiðið með leiknum er að börn kynnist heimsmarkmiðunum, tileinki sér frumkvæði og noti sköpunargáfuna við úrlausn vandamálanna.

Friðarleikarnir eru byggðir á hugmynd kennarans og tónilstarmannsins John Hunter, The World Peace Game, þar sem nemendum er falin umsjón með veröld þar sem fjöldi vandamála sem eiga sér stoð í raunveruleikanum geisa yfir og fá þau það verkefni að leysa þau og skila af sér betri veröld en þeirri sem þau tóku við. Höfundar Friðarleikanna eru Auður Inga Rúnarsdóttir og Karen Lena Óskarsdóttir.

Friðarleikarnir verða gefnir öllum grunnskólum landsins.