Kynning á Lífskjaraskýrslu Þróunaráætlunar SÞ þann 27. október

Kynning á Lífskjaraskýrslu Þróunaráætlunar SÞ verður á Háskólatorgi í Háskóla Íslands þann 27. október milli 12:00-13:00. Félag SÞ á Íslandi ásamt Utanríkisráðuneytinu og Alþjóðamálastofnunar HÍ standa að málþingi í samtarfi við norðurlandaskrifstofu Þróunaráætlunar SÞ (UNDP Nordic Office). Helstu niðurstöður skýrslunnar verða kynntar og umræður um framtíð þróunarmála ásamt stöðu Íslands verður rædd í panel.

 

Fréttatilkynning um útfáfu skýrslunnar:

Ríkjum heims ber að rífa sig laus úr viðjum kyrrstöðu til að tryggja framtíð jarðarbúa og plánetunnar með því að endurræsa þróuarferli

New York 8. september 2022:  Heimurinn hefur farið úr einni kreppu í aðra og hefur fest í hlutverki slökkviliðs og verið ófær um að ráðast að rótum þess vanda sem við er að glíma. Ef ekki er breytt snarlega um kúrs, má búast við enn frekari skorti og óréttlæti að mati Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP).

Síðasta Lífskjaraskýrsla stofnunarinnar „Óvissir tíma, röskun lífs: Að skapa framtíðina í heimi umbreytinga,“ (“Uncertain Times, Unsettled Lives: Shaping our Future in a Transforming World”) var gefin út í dag. Þar er því haldið fram að sífellt meiri óvissa valdi röskun á lífi fólks á fordæmalausan hátt.

Ástandið undanfarin tvö ár hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir milljarða manna um allan heim. Stríðið í Úkraínu fylgdi í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurins, sem skullu á heiminum á tíma gríðarlegra félagslegra og efnahagslegra umskipta, hættulegra breytinga á plánetunni og aukninnar sundrungar.

Í fyrsta skipti á þeim 32 árum sem UNDP hefur tekið saman lífskjaralistann (the Human Development Index), hefur lífskjörum almennt hnignað í heiminum tvö ár í röð. Lífskjör hafa minnkað og eru komin aftur á það stig sem þau voru að meðaltali í heiminum 2016. Þetta þýðir að stór hluti þess árangurs, sem náðst hafði í að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, hefur gengið til baka.

Afturförin er nokkuð almenn. Lífskjör í 90 prósentum ríkja hafa rýrnað á að minnsta kosti öðru af tveimur síðastliðnum árum, 2020 eða 2021 og bæði árin í 40% ríkja. Það bendir til að kreppan fari enn dýpkandi sums staðar.

Sum ríki eru að rísa á fætur að nýju, en bati er ójafn og aðeins að hluta og hefur aukið á bilið í heiminum þegar mannleg þróun er annars vegar. Sérstaklega hafa latneska Ameríka, Karíbahafið, Afríka sunnan-Sahara og Suður Asíu orðið hart úti.

„Veröldin er að reyna að staulast á fætur eftir tvær kreppur, hverja á fætur annari,“ segir Achim Steiner, forstóri UNDP. „Það sverfur að vegna dýrtíðar og orkukreppu. Þá er freistandi fyrir ráðamenn að grípa til skammtímalausna til að vinna bug á orkukreppunni á borð við niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis. Hins vegar slær það aðeins á frest óumflýjanlegum langtíma kerfisbundnum breytingum. Við erum sem stendur sem lömuð gagnvart þessum breytingum. Óvissa ríkir í heiminum og við þurfum á endurnýjun hnattrænnar samstöðu að hald tl þess að glíma við innbyrðist tengdar, sameiginlegar áskoranir.“

Í Lífskjaraskýrslunni er farið í saumana á því hvers vegna nauðsynlegar breytingar hafa ekki orðið. Færð eru rök fyrir því að margar ástæður séu fyrir því, þar á meðal að óöryggi og sundrung þrífist hvor á annari og hindri þá samstöðu og sameiginlegar aðgerðir sem nauðsynlegar eru til að glíma við kreppur á öllum stigum. Nýjar tölur sýna líka að þeir sem upplifa mest óöryggi eru líka líklegastir til að aðhyllast öfgakenndar pólítiskar skoðanir.

„Jafnvel áður en COVID-19 reið yfir, stóðum við frammi fyrir tvenns konar þversögnum þar sem óöryggi og sundrung eru fylgifiskar framþróunar.  Í dag segist þriðjungur jarðarabúa vera undir álagi og minna en þriðjungur fólks segist treysta öðrum. Af þeim sökum stöndum við frammi fyrir þrándi í götu þess að hrinda í framkvæmd stefnumiðum sem leysa vanda jarðarbúa og plánetunnar,“ segir Achim Steiner. „Markmið þessarar nýju greiningar er að vekja fólk til umhugsunar um hvernig hægt er brjótast út úr blindgötunni og marka nýja braut úr hnattrænni óvissu. Við höfum skamman tíma til stefnu til endurræsa kerfi okkar og tryggja framtíð sem byggir á markvissum loftslagsaðgerðum og nýjum tækifærum fyrir alla.“

Í skýrslunni er lagt til að ríki heims grípi til stefnumörkunar þar sem áhersla er lögð á fjárfestingar; allt frá endurnýjanlegri orku til viðnáms við heimsfaröldrum. Hins vegar eru lagðar til tryggingar – þar á meðal félagsleg vernd til þess að undirbúa samfélög fyrir öldugang óvissrar veraldar. Þá er bent á að að nýsköpun í öllum sínum birtingarmyndum  geti stuðlað að aukinni hæfni til að takast á við hvaða áskoranir, sem heimurinn kann að mæta.

„Til þess að marka braut óvissutímum, ber að tvíefla mannlega þróun og horfa lengra en bara til þess að auka auð fólks og bæta heilsu,“ segir Pedro Conceição hjá UNDP, aðalhöfundur skýrslunnar. „Þessi atriði verða áfram mikilvæg. En við verðum að einnig að vernda plánetuna og útvega fólki úrræði til að finna til öryggis, finnast það hafa stjórn á lífi sínu og öðlast von fyrir framtíðina.“

Til þess að fræðast nánar um Lífskjaraskýrslu UNDP og greiningu stofnunarinnar á óvissum tímum sjá þessa vefsíðu  https://hdr.undp.org/human-development-report-2021-22

Heimild: Lífskjör í heiminum: afturför í 9 af hverjum 10 ríkjum – Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu – Iceland (unric.org) úr fréttatilkynningu UNDP.