Ávarp aðalframkvæmdastjóra SÞ í tilefni Dags Sameinuðu þjóðanna þann 24. október

Í dag, 24. október höldum við upp á Dag Sameinuðu þjóðanna en þá var Stofnsáttmáli SÞ staðfestur árið 1945. í tilefni dagsins gaf Aðalframkvæmdastjóri SÞ, António Guterres út ávarp sem við hjá Félagi SÞ höfum nú þýtt yfir á íslensku.

SKILABOÐ FYRIR DAG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA

24 október 2022

 

Sameinuðu þjóðirnar eru afurð vonar.

Vonin – og viljinn – í eftirfara seinni heimsstyrjaldarinnar til að færast frá alþjóðaátökum til alþjóðasamvinnu.

Í dag reynir á stofnun okkar sem aldrei áður.

En SÞ voru gerðar fyrir tíma sem þessa.

Núna, meira en nokkru sinni fyrr, þurfum við að blása lífi í þau gildi og meginreglur Sáttmála SÞ á heimsvísu.

Með því að gefa frið tækifæri og binda enda á átök sem stofna lífum í hættu, framtíðum og alþjóðaþróun.

Með því að uppræta sárafátækt, draga úr ójöfnuði og bjarga heimsmarkmiðunum.

Með því að vernda jörðina okkar, meðal annars með því að komast yfir þörf okkar á jarðefnaeldsneyti og hefja endurnýjanlegu orkubyltinguna.

Og að lokum með því að jafna aðgengi að tækifærum og frelsi fyrir konur og stelpur og tryggja mannréttindi fyrir alla.

Á sama tíma og við höldum upp á Dag Sameinuðu þjóðanna skulum við blása nýju lífi í von og trú okkar fyrir hverju við getum áorkað þegar við vinnum saman öll sem eitt, í alþjóðlegum samhug.

***

António Guterres, aðalframkvæmdastjóri SÞ