Óskað eftir framboðum til ungmennafulltrúa SÞ á sviði loftlagsmála

Við vekjum athygli á að Landssamband ungmennafélaga (LUF) óskar nú eftir framboðum til ungmennafulltrúa SÞ á sviði loftlagsmála (e. United Nations Youth Delegate of Iceland on Climate Change).
Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera skráður í opinbera sendinefnd Íslands og mun meðal annars sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27 í Egyptalandi í nóvember.
Meira um málið á vefsíðu LUF

 

Sendinefnd LUF

Kjör ungmennafulltrúa Íslands hjá SÞ á sviði loftlagsmála skipar sæti í sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum. Nefndin er hluti af alþjóðaráði LUF og er jafnframt starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Hún starfar sem vinnuhópur, ráðgjafaráð, upplýsingaveita og brú á milli LUF, Félags SÞ á Íslandi og sendandi ráðuneyta. Fulltrúinn mun gegna embættinu þar til nýr tekur við. Sendinefndin skipar nú fimm fulltrúa; á sviði mannréttinda, loftslagsmála, sjálfbærar þróunar, kynjajafnréttis, og barna og ungmenna.

Embættið er sjálfboðastarf. Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið styrkir fulltrúann til þátttöku með greiðslu gisti- og ferðakostnaðar, auk dagpeninga erlendis.