Börn um allan heim krefjast heimsfriðar í myndbandi

Í stuttu myndbandi sem finna má hér að neðan er hægt að sjá og heyra börn um alla heim krefjast friðar. Það er gert á látlausa hátt og á þeirra eigin tungumáli. Sjá má meðal annars börn frá Íslandi sem bera fram þessa frómu ósk. Myndbandið heitir ,,friðaróskir frá börnum heimsins“.

Starfsemi hinna Sameinuðu þjóða gengur einmitt út á það að tryggja heimsfrið. Heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun númer sextán kallar eftir ,,Friði og réttlæti“ fyrir árið 2030.