Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks lögfestur á Íslandi
Alþingi samþykkti þann 12. nóvember 2025 frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF). Lögfestingin markar tímamót í íslenskri mannréttindavernd og styrkir réttarstöðu fatlaðs fólks með skýrum og beinum lagalegum hætti. Samningurinn tryggir fötluðu fólki víðtæk mannréttindi, þar á meðal rétt til að lifa sjálfstæðu lífi, njóta fulls aðgengis, […]













