Síðustu fréttir og greinar

Alþjóðlegt málþing um konur, frið og öryggi

10. nóvember 17:00-19:00 Hátíðarsalur Háskóla Íslands, aðalbygging Mánudaginn 10. nóvember, munu utanríkisráðuneytið, Íslandsdeild Norræns tengslanets kvenna í sáttamiðlun (Nordic Women Mediators Network), Jafnréttisskóli GRÓ og Alþjóðamálastofnun við Háskóla Íslands, UN Women Ísland og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi standa að alþjóðlegu málþingi um konur, frið og öryggi. Málþingið er haldið í samvinnu við Heimsþing kvenleiðtoga […]


80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna

Þann 24. október fagna Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) 80 ára afmæli sínu. Þegar stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi árið 1945 var markmiðið skýrt: að tryggja frið, mannréttindi og alþjóðlega samvinnu. Á áttatíu árum hafa SÞ gegnt lykilhlutverki í að efla lýðræði, mannréttindi, menntun og sjálfbæra þróun. Nú standa Sameinuðu þjóðirnar á nýjum tímamótum. Á afmælisárinu fer […]


Verður heimurinn betri? Ný og spennandi vefsíða!

Verður heimurinn betri? Við þessari spurningu eru margvísleg svör. Mörg okkar lifa lengra, heilbrigðara og innihaldsríkara lífi. En lifnaðarhættir okkar setja álag á jörðina, auk þess sem stríð, átök og faraldrar geysa víða. Þriðjudaginn 14. október gaf Félag Sameinuðu þjóðanna í samstarfi við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu út vefinn verdurheimurinnbetri.is og bók að safna nafni. […]


Málstofa um Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindaráðið á friðarráðstefnu

Málstofan „Protecting Rights Together: The Role of the United Nations in Today’s Human Rights Struggles“, sem fer fram kl. 14:20–15:20 þann 10. október, skoðar mikilvægi sameiginlegrar ábyrgðar ríkja til að viðhalda alþjóðlegum mannréttindum. Þar verður rætt um um hvernig Sameinuðu þjóðirnar og aðrar fjölþjóðlegar stofnanir geta varið og eflt mannréttindi á heimsvísu. Katja Creutz, frá […]


Alþjóðaár jökla: Menntaskólanemar heimsóttu Sólheimajökul

Nemendur úr Menntaskólanum við Sund (MS) og Fjölbrautaskólanum við Ármúla (FÁ) heimsóttu nýverið Sólheimajökul í fylgd leiðsögumanns frá Asgard Beyond. Ferðin var liður í verkefninu Draumur um jökul, sem er samstarf skólanna og Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og tileinkað alþjóðlegu ári jökla. Þrátt fyrir að um 10% af Íslandi séu þakin jöklum eru fáir […]


Model UN ráðstefna fyrir framhaldsskólanemendur

Ungt fólk leiðir loftslagsumræðuna í Model UN Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Menntavísindasvið Háskóla Íslands og UNESCO-skólinn Kvennaskólinn í Reykjavík hefja samstarfsverkefni þar sem framhaldsskólanemar fá tækifæri til að kynnast heimi alþjóðlegrar diplómasíu – og takast á við eina af stærstu áskorunum samtímans: loftslagsbreytingar. Verkefnið byggir á aðferðafræði Model UN, þar sem nemendur setja sig […]


Heimsmarkmiðin nú til á auðlesnu máli

  Í tilefni fánadags heimsmarkmiðanna gefa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Miðstöð um auðlesið mál út bækling sem kynnir heimsmarkmiðin á auðlesnu máli. Markmið útgáfunnar er að gera heimsmarkmiðin aðgengilegri og hvetja alla til að leggja sitt af mörkum til að ná árangri í þeim, og hvetja jafnframt aðra til að gera slíkt hið […]


Skráning hafin á árlega friðarráðstefnu Höfða friðarseturs

Taktu þátt í umræðunni um mikilvægi þess að standa vörð um mannréttindi til að tryggja varanlegan frið! Árleg friðarráðstefna Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fer fram þann 10. október, frá kl. 10:00 – 17:00. Á tímum vaxandi einræðishyggju, hnignunar lýðræðis og bakslags í mannréttindum, þar á meðal kynjajafnrétti og réttindum LGBTQI+ fólks, […]


Staða mannfjöldaþróunar 2025 – Kynning á skýrslu UNFPA

Í tilefni útgáfu skýrslu Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna um Stöðu mannfjöldaþróunar 2025 (e. State of The World Population), efnir Félag Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Endósamtökin, með stuðningi utanríkisráðuneytisins til kynningarfundar í Loftskeytastöðinni, þriðjudaginn 16. september kl. 16.30. Viðburðurinn fer fram á íslensku en pallborðsumræður á ensku. Sýning verður opnuð á viðburðinum með myndum sem prýða skýrsluna […]


Morgunfundur um Sameinuðu þjóðirnar vel sóttur

Í gær stóð Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, fyrir umræðufundi í tilefni 80 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Viðburðurinn var vel sóttur og einkenndist af breiðum umræðum um áskoranir, möguleika og fyrirséðar breytingar stofnunarinnar í samhengi fortíðar, samtíðar og framtíðar. Bogi Ágústsson, heiðursfélagi Félags Sameinuðu þjóðanna, stýrði fundinum og setti […]