Skólavefur

Verið velkomin á skólavefinn okkar. Hér er að finna fjölbreytt námsefni um Sameinuðu þjóðirnar og þau margvíslegur málefni sem þær standa fyrir. Skólavefnum var komið á laggirnar til að halda utan um námsefni fyrir þá skóla sem taka þátt í UNESCO-skólaverkefninu. Námsefnið er og hefur alltaf verið öllum aðgengilegt og við vonum að sem flestir nýti sér það.

UNESCO hefur starfrækt samstarfsnet skóla á alþjóðavísu frá árinu 1953 undir nafninu UNESCO Associated schools project network (ASPnet). Þeir eru nú um 10.000 talsins og starfa í 181 landi. Skólarnir eru á grunn– og framhaldsskólastigi.

UNESCO–verkefni auka fjölbreytni í kennsluaðferðum og þekkingu nemenda á málefnum Sameinuðu þjóðanna. Verkefnin eru þverfagleg og geta því nýst í ýmsum kennslutímum. Þau passa vel inn í grunnþætti aðalnámskráa grunn- og framhaldsskóla og hafa því mikið hagnýtt gildi.

Að vera UNESCO–skóli felur í sér langvarandi samkomulag og samvinnu milli skólans og UNESCO, þar sem skólinn innleiðir verkefni tengdum einhverju af fjórum þemum UNESCO–skóla: Fjölmenningarfræðslu, starfsemi Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærri þróun og/eða friði og mannréttindum.

Lögð er áhersla á að verkefni sem skólar innleiða séu þverfagleg og að skólarnir sæki um sem heild svo að umsóknin nýtist sem flestum fögum innan skólans.

Félag Sameinuðu þjóðanna fer fyrir skólanetinu á Íslandi  í samstarfi við Íslensku UNESCO–nefndina. Verkefnið er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

UNESCO skólar á Íslandi:

  • Landakotsskóli
  • Salaskóli
  • Fjölbrautarskólinn í Breiðholti
  • Kvennaskólinn í Reykjavík

Hvað fá skólarnir?

Hér á skólavefsíðunni eru ýmis verkefni sem einfalt er að innleiða ásamt kynningarefni um Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO. Félag Sameinuðu þjóðanna er skólunum innan handar við innleiðingu. Þátttaka í UNESCO–verkefninu stuðlar einnig að auknum tækifærum á samstarfi við aðra UNESCO-skóla og til eru mörg dæmi um langvarandi sambönd milli skóla frá ólíkum löndum í gegnum UNESCO–skólanetið. UNESCO skólar á Íslandi funda reglulega og deila árangri og áskorunum. Þá hafa kennarar og nemendur UNESCO skóla tækifæri til að taka þátt í ráðstefnum og þingum á vegum UNESCO og skólaneta annara landa.

Viltu vera með?

Til þess að verða UNESCO-skóli þarf að hafa samband við Félag Sameinuðu þjóðanna. Félagið aðstoðar skóla í umsóknarferlinu og veitir ráðgjöf við innleiðingu verkefnisins

Sótt er um á netinu á heimasíðu UNESCO ASPnet og hefst ferlið formlega eftir að ASPnet–fulltrúinn á Íslandi samþykkir beiðnina. Framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna er ASPnet–fulltrúi á Íslandi. Höfðustöðvar UNESCO fara yfir allar umsóknir og um leið og samþykki þaðan liggur fyrir verður skólinn formlegur hluti af UNESCO skólanetinu og fær vottorð þess efnis.

Umsóknarferlið er einfalt og aðgengilegt og aðstoðar Félag Sameinuðu þjóðanna áhugasama skóla í gegnum allt ferlið.

Hafðu samband fyrir frekari upplýsingar.